Nokia 5230 - Myndir og hreyfimyndir flokkaðar

background image

Myndir og hreyfimyndir flokkaðar

Veldu Valmynd > Gallerí og Myndir/myndsk. > Valkostir og úr eftirfarandi:
Möppuvalkostir — Til að færa skrár í möppur velurðu Færa í möppu. Ný mappa

er búin til með því að velja Ný mappa.

Skipuleggja — Til að afrita skrár í möppur velurðu Afrita. Til að færa skrár í

möppur velurðu Færa.

Birta eftir — Til að birta myndir eftir dagsetningu, heiti eða stærð.

12. Samnýting á internetinu

Um Samnýtingu á netinu

Veldu Valmynd > Internet > Samn. á neti.
Með Samnýtingu á netinu (sérþjónusta) er hægt að senda myndir, myndskeið og

hljóðinnskot frá tækinu til samhæfrar samnýtingarþjónustu á netinu, svo sem

albúm og blogg. Einnig er hægt að skoða og senda athugasemdir til póstlista

þjónustunnar og hlaða niður efni í samhæfa Nokia-tækið.
Studdar efnisgerðir og framboð á þjónustunni Samnýting á netinu geta verið

mismunandi.

Áskrift að þjónustu

Veldu Valmynd > Internet > Samn. á neti.
Hægt er að gerast áskrifandi að samnýtingarþjónustu á netinu með því að fara á

heimasíðu þjónustuveitunnar og kanna hvort Nokia-tækið þitt samhæfist

þjónustunni. Þar eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að gerast áskrifandi. Þú færð

notandanafn og lykilorð til að geta sett áskriftina upp í tækinu.
1. Til að gera þjónustu virka opnarðu samnýtingarforritið í tækinu, velur þjónustu

og Valkostir > Virkja.

2. Gefðu tækinu tíma til að koma á nettengingu. Ef beðið er um

internetaðgangsstað velurðu hann af listanum.