Aukin ending rafhlöðu
Ýmsar aðgerðir tækisins ganga á rafhlöðu símans og draga úr endingu hennar. Til
að spara rafhlöðuna skaltu hafa eftirfarandi í huga:
● Aðgerðir sem nota Bluetooth-tengingu eða leyfa slíkum aðgerðum að keyra í
bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru í notkun krefjast aukinnar rafhlöðuorku.
Slökktu á Bluetooth þegar þú þarft ekki að nota það.
● Ef þú hefur valið Pakkagagnatenging > Ef samband næst í
tengingarstillingunum og ef það er engin pakkagagnatenging (GPRS) reynir
síminn reglulega að koma á pakkagagnatengingu. Til að lengja starfhæfan tíma
tækisins velurðu Pakkagagnatenging > Ef með þarf.
● Kortaforritið hleður niður nýjum kortaupplýsingum þegar þú ferð á ný svæði á
kortinu en það eykur á orkuþörfina. Hægt er að koma í veg fyrir sjálfvirkt niðurhal
á nýjum kortum.
● Ef sendistyrkur farsímakerfisins er breytilegur á þínu svæði verður tækið
reglulega að leita að tiltækum símkerfum. Þetta eykur orkuþörfina.
Ef símkerfið er stillt á tvöfalda stillingu í símkerfisstillingum leitar tækið að 3G-
símkerfinu. Til að láta símann nota einungis GSM-símkerfið velurðu Valmynd >
Stillingar og Tengingar > Símkerfi > Símkerfi > GSM.
Hjálp
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
14
● Baklýsing skjásins eykur orkuþörfina. Í skjástillingunum getur þú stillt birtustig
og breytt tímanum sem þú vilt að líði þar til slökkt er á baklýsingunni. Veldu
Valmynd > Stillingar og Sími > Skjár > Birtustig eða Tímamörk ljósa.
● Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar rafhlöðuorku. Til að velja forrit sem
ekki eru í notkun heldurðu valmyndartakkanum inni og velur forrit.