Deila staðsetningu
Birtu staðsetninguna þína á Facebook ásamt texta og mynd. Vinir þínir á Facebook
geta séð staðsetningu þína á korti.
Veldu Valmynd > Kort og Deila stað.
Til að deila staðsetningu þinni þarftu að vera með Nokia-reikning og Facebook-
reikning.
1. Skráðu þig inn á Nokia-reikninginn þinn eða veldu Búa til nýjan reikning ef þú
ert ekki með reikning.
2. Skráðu þig inn á Facebook-reikninginn þinn.
3. Veldu núverandi staðsetningu.
4. Sláðu inn stöðuuppfærslu.
5. Til að tengja mynd við færsluna velurðu Bæta við mynd.
6. Veldu Deila staðsetningu.
Umsjón með Facebook-reikningum — Á aðalskjánum velurðu Reikningar >
Stillingar til að sýna staðsetningu > Facebook
Þú þarft að hafa nettengingu til að deila staðsetningu þinni og skoða staðsetningu
annarra. Þetta kann að fela í sér mikinn gagnaflutning og kostnað tengdan því.
Notkunarskilmálar Facebook gilda þegar þú deilir staðsetningu þinni á Facebook.
Kynntu þér notkunarskilmála Facebook og meðhöndlun gagna.
Kort
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
105
Áður en þú miðlar staðsetningu skaltu alltaf íhuga varlega hverjum þú deilir
upplýsingunum með. Athugaðu einkastillingar netsamfélagsins sem þú ert að nota,
þar sem þú gætir verið að deila staðsetningunni með stórum hópi fólks.