Leiðaráætlun
Skipuleggðu ferðina þína og búðu til leiðina og skoðaðu hana á kortinu áður en þú
leggur af stað.
Veldu Valmynd > Kort og Staðsetning.
Leið búin til
1. Bankaðu í staðsetningu upphafspunktsins. Til að leita að heimilisfangi eða stað
skaltu velja Leita.
2. Bankaðu í upplýsingasvæði staðsetningarinnar ( ).
3. Veldu Bæta við leið.
Kort
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
109
4. Ef þú vilt bæta við öðrum leiðarpunkti skaltu velja Nýr leiðarpunktur og
viðeigandi valkost.
Breyta röð leiðarpunkta
1. Velja leiðarpunkt.
2. Veldu Færa.
3. Bankaðu á staðinn sem þú vilt færa leiðarpunktinn á.
Breyta staðsetningu leiðarpunkts — Bankaðu í leiðarpunktinn og veldu Breyta
og viðeigandi valkost.
Skoða leiðina á kortinu — Veldu Sýna leið.
Leiðsögn til áfangastaðar — Veldu Sýna leið > Valkostir > Keyra af stað eða
Byrja að ganga.
Stillingum fyrir leið breytt
Leiðarstillingar hafa áhrif á leiðsögn og það hvernig leiðin er birt á kortinu.
1. Í leiðaráætlunarskjá skaltu opna flipann Stillingar. Til að komast á
leiðaráætlunarskjáinn frá leiðsagnarskjánum skaltu velja Valkostir > Leiðarp.
eða Leiðarpunktalisti.
2. Stilltu ferðamátann á Aka eða Ganga. Ef þú velur Ganga er litið á einstefnugötur
sem venjulegar götur og hægt er að nota göngustíga og leiðir í gegnum til
dæmis garða og verslunarmiðstöðvar.
3. Veldu viðeigandi valkost.
Veldu göngusnið — Opnaðu flipann Stillingar og veldu Ganga > Kjörleið >
Götur eða Bein lína. Bein lína er gagnlegt í vegleysum, þar sem það sýnir
gönguáttina.
Fljótlegri eða styttri ökuleið notuð — Opnaðu flipann Stillingar og veldu Aka >
Leiðarval > Fljótlegri leið eða Styttri leið.
Fínstillt ökuleið notuð — Opnaðu flipann Stillingar og veldu Aka > Leiðarval >
Fínstillt. Fínstillta ökuleiðin sameinar kosti bæði styttri og fljótlegri leiðar.
Kort
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
110
Einnig er hægt að velja að leyfa eða forðast til dæmis hraðbrautir, gjaldskylda vegi
og ferjur.
17. Tengimöguleikar
Tækið býður upp á ýmsa valkosti við að tengjast internetinu eða öðru samhæfu tæki
eða tölvu.
Gagnatengingar og aðgangsstaðir
Tækið styður pakkagagnatengingar (sérþjónusta), t.d. GPRS í GSM-símkerfi. Þegar
tækið er notað í GSM- og 3G-símkerfum er hægt að hafa margar gagnatengingar í
gangi samtímis og aðgangsstaðir geta deilt gagnatengingu. Í 3G-símkerfinu er ekki
slökkt á gagnatengingu þegar símtal er í gangi.
Til að koma á gagnatengingu verður aðgangsstaður að hafa verið valinn. Hægt er
að tilgreina mismunandi gerðir aðgangsstaða, líkt og:
● MMS-aðgangsstað til að senda og taka við margmiðlunarskilaboðum,
● Internetaðgangsstað (IAP) til að senda og taka við tölvupósti og tengjast við
internetið
Upplýsingar um hvaða gerð aðgangsstaðar þarf að nota fyrir tiltekna þjónustu fást
hjá þjónustuveitu. Þjónustuveitan gefur upplýsingar um pakkagagnaþjónustu og
áskrift að henni.
Stillingar símkerfis
Veldu Valmynd > Stillingar og Tengingar > Símkerfi.
Tækið getur skipt sjálfkrafa á milli GSM- og UMTS-símkerfanna. GSM-símkerfi eru
sýnd með . UMTS-símkerfi eru sýnd með
.
Veldu úr eftirfarandi:
● Símkerfi — Veldu hvaða kerfi þú vilt nota. Ef þú velur Tvöfalt kerfi skiptir tækið
sjálfkrafa á milli GSM- og UMTS-símkerfanna í samræmi við kerfisstillingar og