Samstilla Uppáhalds
Skipuleggðu ferð í tölvunni þinni á vefsíðu Ovi-korta, samstilltu vistaða staði og
leiðir með farsímanum þínum, og hafðu þannig aðgang að áætluninni þegar þú ert
á ferðinni.
Til að samstilla staði eða leiðir milli farsímans þíns og internetþjónustu Ovi-korta
þarftu að skrá þig inn í Nokia-áskriftina þína.
Vistaðir staðir og leiðir samstilltar — Veldu Uppáhalds > Samstilla við Ovi. Ef
þú ert ekki með Nokia-áskrift er farið fram á að þú stofnir hana.
Hægt er að láta tækið samstilla Uppáhalds sjálfkrafa þegar kortaforritið er opnað
eða því er lokað.
Uppáhalds samstillt sjálfkrafa — Veldu > Samstilling > Samstilling >
Þegar kveikt og slökkt.
Samstilling krefst virkrar internettengingar og getur falið í sér miklar
gagnasendingar um símkerfi þjónustuveitunnar. Hafðu samband við
þjónustuveituna til að fá frekari upplýsingar um gagnaflutningsgjöld.
Til að nota internetþjónustu Ovi-korta skaltu fara á www.ovi.com.