Nokia 5230 - Um staðsetningaraðferðir

background image

Um staðsetningaraðferðir

Kort birtir staðsetningu þína á kortinu samkvæmt upplýsingum frá GPS, A-GPS eða

endurvarpa.
GPS (Global Positioning System) er leiðsagnarkerfi byggt á gervitunglum sem

reiknar út staðsetningu þína. A-GPS (Assisted GPS) er sérþjónusta sem eykur hraða

og nákvæmni staðsetningarinnar.
Þegar þú notar Kort í fyrsta skipti þarftu að tilgreina internetaðgangsstað fyrir

niðurhal kortaupplýsinga eða velja A-GPS.

sýnir hvort merki frá gervitunglum nást. Eitt strik merkir einn

gervihnött. Á meðan tækið leitar að gervitungli er strikið gult. Þegar tækið móttekur

næg gögn frá gervitunglunum til að reikna út staðsetningu verður strikið grænt.

Útreikningur á staðsetningu verður nákvæmari eftir því sem grænu strikin eru fleiri.

Kort

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

101

background image

GPS-kerfið (Global Positioning System) er rekið af Bandaríkjastjórn sem ber alla

ábyrgð á nákvæmni þess og viðhaldi. Nákvæmni staðsetningargagna kann að verða

fyrir áhrifum af breytingum á GPS-gervihnöttum sem gerðar eru af Bandaríkjastjórn

og kann að breytast í samræmi við stefnu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um

borgaralegt GPS og alríkisáætlun um þráðlausa leiðsögu. Slæm rúmfræði

gervihnatta getur einnig haft áhrif á nákvæmni. Staðsetning, byggingar,

náttúrulegar hindranir auk veðurskilyrða kunna að hafa áhrif á móttöku og gæði

GPS-merkja. Verið getur að GPS-merki náist ekki inni í byggingum eða

neðanjarðargöngum og þau geta orðið fyrir áhrifum frá efnum eins og steypu og

málmi.
Ekki ætti að nota GPS fyrir nákvæmar staðsetningarmælingar og aldrei ætti að

treysta eingöngu á staðsetningargögn frá GPS-móttakaranum og símkerfi fyrir

staðsetningu eða leiðsögn.
Áreiðanleiki áfangamælisins er ekki fullkominn og sléttunarvillur eru mögulegar.

Nákvæmnin veltur einnig á móttöku og gæðum GPS-merkja.
Þegar staðsetning er byggð á upplýsingum frá endurvarpa ákvarðast hún af

mastrinu sem farsíminn þinn er tengdur við.
Nákvæmni staðsetningarinnar getur verið frá nokkrum metrum upp í marga

kílómetra, allt eftir staðsetningaraðferðinni.