Myndaröð tekin
Veldu Valmynd > Forrit > Myndavél.
Til að hefja töku á myndaröð velurðu Valmynd > Forrit > Myndavél og >
Myndaröð. Til að loka stillingaglugganum smellirðu á skjáinn ofan við gluggann.
Ýttu á myndatökutakkann og haltu honum inni. Tækið tekur myndir þar til þú sleppir
takkanum eða þar til minnið er á þrotum. Ef ýtt er stuttlega á takkann tekur tækið
18 myndir í röð.
Myndirnar birtast síðan á töflu. Til að skoða mynd velurðu hana. Ýttu á
myndatökutakkann til að skoða myndgluggann með myndaröðinni aftur.
Þú getur einnig tekið nokkrar myndir í röð með sjálfvirkri myndatöku.
Til að slökkva á myndaraðarstillingunni skaltu velja > Ein mynd.