Að hreyfimyndatöku lokinni
Að hreyfimyndatöku lokinni skaltu velja úr eftirfarandi af valkostum (aðeins hægt
ef þú hefur valið Valkostir > Stillingar > Sýna myndskeið > Já):
●
Spila — Til að spila myndskeiðið sem þú varst að taka upp.
●
— Til að hlaða myndinni upp í samhæft netalbúm.
●
Eyða — Til að eyða myndskeiðinu.
Ýttu á myndatökutakkann til að fara aftur í myndgluggann og taka upp nýtt
myndskeið.
11. Gallerí
Til að geyma og raða myndum, myndskeiðum, hljóðinnskotum og
straumspilunartenglum velurðu Valmynd > Gallerí.
Ábending: Til að opna mynda- og hreyfimyndaskjá með hraði smellirðu á
miðlunartakkann ( ) til að opna miðlunarstikuna og velur .
Að skoða og flokka skrár
Veldu Valmynd > Gallerí og svo úr eftirfarandi:
●
Myndir/myndsk. — Til að skoða myndir á myndskjánum og myndskeið í
Kvikmyndabankanum.
●
Lög — Til að opna Tónlistarspilarann.
●
Hljóðskrár — Til að hlusta á hljóðskrá.
●
Aðrar skrár — Til að skoða kynningar.
Þú getur skoðað, opnað og búið til möppur sem og merkt, afritað , fært og sett hluti
í möppur.
Skrár sem eru vistaðar á samhæfa minniskortinu (ef það er í tækinu) eru merktar
með
.