Nokia 5230 - Skoðun og niðurhal myndskeiða

background image

Nokia Myndefnisþjónusta

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

88

background image

Hægt er að straumspila sumar hreyfimyndir en hlaða þarf öðrum niður í tækið til

að hægt sé að spila þær. Veldu Valkostir > Sækja til að hlaða niður hreyfimynd.

Niðurhal heldur áfram í bakgrunninum ef forritinu er lokað. Myndskeið sem hlaðið

er niður eru vistuð í Myndskeiðin mín.
Til að straumspila myndskeið eða skoða mynd sem hefur verið hlaðið niður velurðu

Valkostir > Spila. Hægt er að stjórna spilaranum með því að smella á stýritakkana

á skjánum meðan myndskeið er spilað. Notaðu á hljóðstyrkstakkann til að stilla

hljóðstyrkinn.

Viðvörun: Stöðug áraun af háum hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Hlusta skal

á tónlist á hóflegum hljóðstyrk og ekki halda tækinu nærri eyranu þegar kveikt er

á hátölurunum.
Veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
Halda niðurhali áfram — Halda niðurhali áfram sem hlé hefur verið gert á eða

sem hefur mistekist.

Hætta við niðurhal — Hætta við niðurhal.

Sýnishorn — Forskoða myndskeið. Þessi valkostur er í boði ef þjónustuveitan

styður hann.

Um straum — Skoða upplýsingar um myndskeið.

Uppfæra lista — Uppfæra lista yfir myndskeið.

Opna tengil í vafra — Opna tengil í vafranum.

Niðurhal tímasett

Ef forritið er stillt þannig að það sæki myndskeið sjálfkrafa getur slíkt falið í sér

stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitunnar. Hafðu samband við

þjónustuveituna til að fá frekari upplýsingar um gagnaflutningsgjöld. Hægt er að

tímasetja sjálfvirkt niðurhal myndskeiða í þjónustu með því að velja Valkostir >

Áætluð niðurhöl. Video centre hleður daglega niður nýjum myndskeiðum sjálfvirkt

á þeim tíma sem þú tilgreinir.
Til að hætta við tímasett niðurhal skaltu velja Handvirkt niðurhal.

Nokia Myndefnisþjónusta

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

89