
Skrár úr Galleríinu sendar
Hægt er að senda skrár úr Gallerí til samnýtingarþjónustu á netinu.
Samnýting á internetinu
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
87

1. Veldu Valmynd > Gallerí og skrárnar sem þú vilt senda.
2. Veldu Valkostir > Senda > Birta og veldu viðeigandi áskrift.
3. Breyttu sendingunni ef þörf krefur.
4. Veldu Valkostir > Senda.
13. Nokia Myndefnisþjónusta
Með Kvikmyndabankanum (sérþjónusta) er hægt að hlaða niður og straumspila
myndskeið frá samhæfum kvikmyndaveitum á netinu með því að nota
pakkagagnatengingu. Einnig er hægt að flytja myndskeið úr samhæfri tölvu í tækið
og skoða þau í Video centre.
Það getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitunnar að
nota aðgangsstaði fyrir pakkagögn til að hlaða niður hreyfimyndum. Upplýsingar
um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.
Tækinu getur fylgt fyrirfram valin þjónusta.
Þjónustuveitur bjóða ýmist upp á ókeypis efni eða taka gjald fyrir. Kannaðu verðið
hjá þjónustunni eða þjónustuveitunni.
Skoðun og niðurhal myndskeiða
Tenging við kvikmyndaveitu
1. Veldu Valmynd > Forrit > Kvikm.banki.
2. Til að tengjast þjónustu eða setja upp myndefnisþjónustu velurðu Bæta við
nýrri þjónustu og myndefnisþjónustu af vörulistanum.
Myndskeið skoðað
Til að skoða efnið sem þjónustan býður upp á skaltu velja Myndstraumar.
Efni sumra myndefnisþjónusta er raðað í flokka. Veldu flokk til að skoða myndskeið.
Hægt er að leita að myndskeiðum í þjónustunni með því að velja Leita að
myndskeiðum. Ekki er víst að allar þjónustur bjóði upp á leit.