
Spjalla
Veldu Valmynd > Forrit > Spjall.
1. Veldu þjónustuna eða þjónusturnar sem nota á til að spjalla og svo Halda
áfram.
Þú getur skráð þig inn á og spjallað í fleiri en einni þjónustu samtímis. Þú þarft
að skrá þig inn á hverja þjónustu fyrir sig.
2. Á tengiliðalistanum velurðu tengiliðinn sem þú vilt spjalla við.
Þú getur verið með samtöl í gangi við fleiri en einn tengilið í einu.
Frekari upplýsingar — Veldu valkostatáknið og viðeigandi valkost.
8. Stillingar tækisins sérsniðnar
Hægt er að sérsníða tækið með því að breyta heimaskjá, tónum og þemum.
Útliti tækisins breytt
Veldu Valmynd > Stillingar og Eigin stillingar > Þemu.
Hægt er að nota þemu til að breyta skjámyndinni, svo sem veggfóðri og útliti
aðalvalmyndar.
Til að breyta þemanu sem er notað fyrir öll forrit tækisins skaltu velja Almennt. Til
að forskoða þema áður en það er gert virkt flettirðu að því og bíður í smástund. Til
að þemað verði virkt velurðu Valkostir > Velja. Þemað sem er virkt er sýnt með
.
Til að breyta útliti aðalvalmyndarinn velurðu Valmynd.
Til að breyta útliti heimaskjásins velurðu Heimaskjásþema.
Til að hafa veggfóðursmynd eða skyggnusýningu sem bakgrunn á heimaskjánum
velurðu Veggfóður > Mynd eða Skyggnusýning.
Til að breyta myndinni sem birtist á heimaskjánum þegar innhringing berst velurðu
Myndhringing.