A-GPS (Assisted GPS)
Tækið styður einnig A-GPS (Assisted GPS).
A-GPS er sérþjónusta.
Assisted GPS (A-GPS) er notað til að fá hjálpargögn með pakkagagnatengingu og
hjálpar við að reikna út hnit staðsetningar þinnar þegar tækið tekur við merkjum
frá gervitunglum.
Þegar þú kveikir á A-GPS tekur tækið á móti gervihnattaupplýsingar frá
hjálpargagnamiðlara um farsímakerfið. Tækið getur verið fljótara að ná GPS-
staðsetningu ef hjálpargögn eru notuð.
Tækið er forstillt þannig að það noti Nokia A-GPS þjónustuna, ef engar sérstakar A-
GPS stillingar frá þjónustuveitunni eru í boði. Hjálpargögnin eru aðeins sótt frá
Nokia A-GPS þjónustumiðlaranum þegar þörf krefur.
Nauðsynlegt er að hafa internetaðgangsstað tilgreindan í tækinu til að geta náð í
hjálpargögn frá Nokia A-GPS þjónustunni um pakkagagnatengingu. Til að tilgreina
aðgangsstað fyrir A-GPS velurðu Valmynd > Forrit > Staðsetning og
Staðarákvörðun > Miðlari fyrir staðarákv. > Aðgangsstaður. Aðeins er hægt
að nota internetaðgangsstað fyrir pakkagögn. Tækið biður um
internetaðgangsstað þegar GPS er notað í fyrsta skipti.
Staðsetning (GPS)
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
94