Nokia 5230 - Staðsetn­ing­ar­stillingar

background image

Staðsetningarstillingar

Veldu Valmynd > Forrit > Staðsetning og Staðarákvörðun.

Staðsetningaraðferðir

Veldu úr eftirfarandi:
Innbyggt GPS — Til að nota innbyggt GPS-móttökutæki tækisins

GPS með stuðningi — Nota skal A-GPS (Assisted GPS) til að taka á móti

hjálpargögnum frá hjálpargagnamiðlara.

Bluetooth GPS — Til að nota samhæft GPS-móttökutæki um Bluetooth-

tengingu.

Samkvæmt símkerfi — Nota skal upplýsingar frá símkerfinu (sérþjónusta).

Staðsetningarmiðlari

Til að tilgreina aðgangsstað og staðsetningarmiðlara fyrir staðsetningu með aðstoð

símkerfis, svo sem A-GPS eða staðsetningar um símkerfi, velurðu Miðlari fyrir

staðarákv.. Þjónustuveitan kann að hafa forstillt staðsetningarmiðlarann og ekki

er víst að þú getir breytt stillingunum.

Staðsetning (GPS)

© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.

97

background image

Auðkennisstillingar

Til að velja hvaða mælikerfi þú vilt nota fyrir hraða og fjarlægðir velurðu

Mælikerfi > Metrakerfi eða Breskt.
Til að tilgreina á hvaða sniði hnitaupplýsingar birtast í tækinu velurðu Hnitasnið

og viðkomandi snið.

16. Kort

Kortayfirlit

Veldu Valmynd > Kort.

Velkomin(n) í Kort.
Kort sýna þér hvað er í nágrenninu, auðvelda þér að skipuleggja ferðina og leiðbeina

þér á ákvörðunarstað.
● Finndu borgir, götur og þjónustu.
● Finndu leiðina með leiðsögn skref fyrir skref.
● Samstilltu uppáhaldsstaði þína á milli farsímans og Ovi Maps netþjónustunnar.
● Skoðaðu veðurspár og aðrar upplýsingar um staðinn, ef þær eru í boði.
Ekki er víst að allar þjónustur séu tiltækar í öllum löndum og þær kunna að vera

eingöngu í boði á völdum tungumálum. Þjónustan getur farið eftir símafyrirtækinu

hverju sinni. Símafyrirtækið gefur nánari upplýsingar.
Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi að einhverju leyti. Aldrei

skal treysta eingöngu á kort sem hlaðið hefur verið niður til notkunar með þessu

tæki.
Efni á borð við gervihnattarmyndir, leiðbeiningar, veður- og umferðarupplýsingar

og tengd þjónusta er útbúin af þriðju aðilum sem tengjast ekki Nokia. Efnið kann

að vera ónákvæmt og ófullnægjandi að einhverju leyti og veltur á framboði. Aldrei

skal treysta eingöngu á fyrrgreint efni og tengda þjónustu.