
Útilokanir
Útilokanir (sérþjónusta) gerir þér kleift að takmarka símtöl í og úr tækinu. Þú getur
t.d. takmarkað allar úthringingar á milli landa eða innhringingar á meðan þú ert í
útlöndum. Til að breyta stillingunum þarftu lykilorð útilokana frá þjónustuveitunni
þinni.
Veldu Valmynd > Stillingar og Hringistillingar > Útilokanir.
Þegar öryggisaðgerðir sem takmarka símtöl eru í notkun (svo sem útilokun, lokaður
notendahópur og fast númeraval) kann að vera hægt að hringja í opinbera
neyðarnúmerið sem er forritað í tækið. Útilokun og flutningur símtala getur ekki
verið virkt samtímis.
Stillingar
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
141

Útilokun símtala
Veldu tiltekna útilokunaraðgerð og Virkja, Slökkva eða Athuga stöðu. Útilokanir
gilda um öll símtöl, einnig gagnasendingar.
22. Úrræðaleit
Til að sjá svör við algengum spurningum um tækið, sjá þjónustusíður fyrir vöruna
á www.nokia.com/support.
Spurning: Hvert er lykilorðið mitt fyrir læsingar-, PIN- eða PUK-
númerin?
Svar: Sjálfgefinn læsingarkóði er 12345. Hafðu samband við söluaðilann ef þú
gleymir læsingarnúmerinu. Ef PIN- eða PUK-númer gleymist eða ef ekki hefur verið
tekið við slíku númeri skal hafa samband við þjónustuveituna. Upplýsingar um
lykilorð fást hjá aðgangsstaðaþjónustu, t.d. netþjónustuveitu eða símafyrirtæki.
Spurning: Hvernig loka ég forriti sem er frosið, þ.e. svarar ekki?
Svar: Haltu valmyndartakkanum inni. Veldu forritstáknið, haltu því inni og veldu
Hætta.
Spurning: Af hverju virðast myndir vera óskýrar?
Svar: Gakktu úr skugga um að hlífðargler myndavélarlinsunnar séu hrein.
Spurning: Hvers vegna eru alltaf upplitaðir eða skærir punktar á
skjánum þegar ég kveiki á tækinu?
Svar: Þetta er einkennandi fyrir þessa gerð af skjám. Á sumum skjám geta verið dílar
eða punktar sem lýsa annaðhvort stöðugt eða alls ekki. Hér er ekki um að ræða galla
heldur eðlilegan hlut.
Spurning: Hvers vegna getur Nokia-tækið mitt ekki komið á GPS-
tengingu?
Svar: Það getur tekið allt frá fáeinum sekúndum upp í nokkrar mínútur að koma á
GPS-tengingu. Það getur tekið lengri tíma að koma á GPS-tengingu í bíl. Sértu