Rafhlaðan hlaðin
Rafhlaðan var hlaðin að hluta í verksmiðjunni. Ef tækið sýnir að lítil hleðsla sé eftir
skaltu gera eftirfarandi.
1. Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
Tækið tekið í notkun
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
19
2. Tengdu hleðslutækið við tækið.
3. Þegar tækið sýnir að rafhlaðan er fullhlaðin skaltu fyrst taka hleðslutækið úr
sambandi við tækið og síðan úr innstungunni.
Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og þú getur notað tækið á meðan
það er í hleðslu. Ef rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar til
hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er að hringja.
Ábending: Taka skal hleðslutækið úr sambandi við rafmagnsinnstungu
þegar það er ekki í notkun. Hleðslutæki sem er í sambandi við innstungu eyðir
rafmagni þótt það sé ekki tengt við tækið.
Tækið tekið í notkun
© 2010 Nokia. Öll réttindi áskilin.
20